Búfesti hsf - ósk um samstarf og stofnstyrk

Málsnúmer 2017080137

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3566. fundur - 07.09.2017

Erindi dagsett 28. ágúst 2017 frá Benedikt Sigurðarsyni framkvæmdastjóra Búfesta hsf. Í erindinu er óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um byggingu hagkvæmra íbúða og veitingu stofnstyrkja skv. lögum nr. 52/2016 á árinu 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt i erindið og felur formanni bæjarráðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við bréfritara.

Bæjarráð - 3581. fundur - 28.12.2017

Lögð fram viljayfirlýsing milli Akureyrarbæjar og Búfesta hsf.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir framlagða viljayfirlýsingu og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun yfirlýsingarinnar fyrir hönd bæjarins.