Fimm ára leikskóladeildir í grunnskólum

Málsnúmer 2017050139

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 10. fundur - 22.05.2017

Bæjarstjórn bókaði á fundi sínum þann 27. apríl sl. að kannaðir yrðu möguleikar þess að nýta hluta húsnæðis í grunnskólum fyrir 5 ára deildir leikskólabarna.

Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðuna á vinnunni.
Fræðslusvið hefur undanfarið unnið að tillögu og útfærslu á að reka leikskóladeildir fyrir 5 ára börn í tveimur af grunnskólum.

Í framlögðu minnisblaði fræðslusviðs kemur fram að kostnaður við þessa framkvæmd að teknu tilliti til tekna er rúmar 33 milljónir á árs grundvelli. En vegna ársins 2017 er áætlaður kostnaður rúmar 16 milljónir króna.

Fræðsluráð vísar erindi um aukafjárveitingu vegna verkefnisins til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3557. fundur - 01.06.2017

5. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 22. maí 2017:

Bæjarstjórn bókaði á fundi sínum þann 27. apríl sl. að kannaðir yrðu möguleikar þess að nýta hluta húsnæðis í grunnskólum fyrir 5 ára deildir leikskólabarna.

Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðuna á vinnunni.

Fræðslusvið hefur undanfarið unnið að tillögu og útfærslu á að reka leikskóladeildir fyrir 5 ára börn í tveimur af grunnskólum.

Í framlögðu minnisblaði fræðslusviðs kemur fram að kostnaður við þessa framkvæmd að teknu tilliti til tekna er rúmar 33 milljónir á árs grundvelli. En vegna ársins 2017 er áætlaður kostnaður rúmar 16 milljónir króna.

Fræðsluráð vísar erindi um aukafjárveitingu vegna verkefnisins til bæjarráðs.

Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið auk Dans Jens Brynjarssonar sviðsstjóra fjársýslusviðs.
Bæjarráð samþykkir framlagða beiðni um aukafjárveitingu vegna ársins 2017 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna hennar og leggja fyrir bæjarráð.

Fræðsluráð - 11. fundur - 12.06.2017

Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á fræðslusviði fór yfir stöðuna varðandi undirbúning á opnun 5 ára leikskóladeilda innan veggja grunnskóla.

Ákveðið hefur verið að hefja rekstur 5 ára leikskóladeildar í Glerárskóla haustið 2017. Fundað hefur verið með foreldrum og þeim kynntar hugmyndir um fyrirkomulagið. 5 ára deildin mun tilheyra leikskólanum Tröllaborgum og verður stýrt þaðan. Foreldrum er frjálst að nýta sér þjónustuna.

Gengið verður frá girtri lóð og keypt leiktæki sem munu nýtast til framtíðar við væntanlegan leikskóla sem byggður verður og áætlað er að verði tilbúinn haustið 2020.
Fræðsluráð leggur til að 15 milljónir króna verði settar í verkið og vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs. Fræðsluráð samþykkir jafnframt að bera lausafjárleigu af framkvæmdinni.

Fræðsluráð - 8. fundur - 12.04.2019

Árið 2017 hófst starfsemi Lautarinnar, 5 ára deildar í Tröllaborgum, staðsett í Glerárskóla. Skráningar fyrir haustönn 2019 eru einungis 10 og því veikar rekstrarlegar forsendur fyrir því að halda starfseminni áfram sbr. meðfylgjandi minnisblað. Öllum foreldrum verðandi 5 ára barna var kynntur þessi valmöguleiki og bauðst að sækja um fyrir börn sín.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða að starfsemi Lautarinnar verði lögð af frá og með 8. júlí 2019.

Starfsemi Lautarinnar verður flutt í Árholt 2. maí n.k. á meðan framkvæmdir við endurbætur á Glerárskóla standa yfir. Gert er ráð fyrir að Árholt verði áfram notað undir leikskólastarfsemi.