Samstarfssamningur milli SÁÁ og Akureyrarbæjar 2017

Málsnúmer 2017040007

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1253. fundur - 24.05.2017

Lögð fram að nýju beiðni frá SÁÁ un endurnýjun samnings við Akureyrarbæ. Meðfylgjandi er ársreikningur samtakanna.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Frestað til næsta fundar.

Velferðarráð - 1254. fundur - 07.06.2017

Beiðni frá SÁÁ áður á dagskrá 5. apríl og 24. maí sl. um endurnýjun á samstarfssamningi tekin fyrir að nýju.
Velferðarráð samþykkir að endurnýja samstarfssamning til tveggja ára 2017-2018 með fjárframlagi kr. 5.400.000 á ári.

Innan þess tíma verði framtíðaraðkoma bæjarins að rekstri SÁÁ á Akureyri ákveðin.

Bæjarráð - 3585. fundur - 01.02.2018

Hörður Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri og Arnþór Jónsson formaður SÁÁ mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðu göngudeildar SÁÁ á Akureyri.
Bæjarráð leggur mikla áherslu á að framhald verði á göngudeildarþjónustu fyrir ávana- og fíkniefnasjúklinga á Akureyri sem tryggir þjónustu við íbúa á Norðurlandi. Bæjarráð skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja nauðsynlega þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir henni.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 10:00.