Austurbrú - útlit á kvistum

Málsnúmer 2017020111

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 257. fundur - 08.03.2017

Tekið er upp mál vegna útlits kvista á nýbyggingum við Austurbrú. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs. Málið tekið upp að beiðni Edward Hákons Huijbens V-lista.
Helgi Snæbjarnarson L-lista tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.


Edward H. Huijbens fulltrúi V-lista óskaði bókað að hann telur að skipulagsráð hafi gert mistök með því að samþykkja útlit húsa á Austurbrú 2-4 gegnum veitingu byggingarleyfis á fundi okkar 24. ágúst 2016. Í greinargerð með deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit stendur; ,,Nýbyggingar skulu taka mið af yfirbragði gömlu byggðarinnar hvað snertir stærðir og hlutföll, form og efnisval eftir því sem við á hvort sem um verður að ræða nútímalega byggingarlist eða byggingar í gömlum stíl" (bls. 3). Skýrt er einnig að ,,skipulagsnefnd skal meta þessa þætti sérstaklega við umfjöllun og afgreiðslu aðalteikninga" og hefur ráðið (áður nefnd) fulla heimild til að hafna þeim ef kröfur eru ekki uppfylltar (bls. 18).Á opnum kynningarfundi í bænum 28. janúar 2016 var útlit húsanna kynnt með mæniskvistum. Þegar málið kom til afgreiðslu á lokuðum fundi skipulagsráðs þann 27. apríl 2016 hafði því útliti verið breytt. Ráðið óskaði skýringa og fékk hönnuði húsanna til að sannfæra sig um útlit þessara húsa og samþykkti breytingar í ágúst. Við nánari eftirgrennslan má ljóst vera að mæniskvistir einkenna þau hús sem þarna eru og víkur þessi breyting því óásættanlega frá yfirbragði svæðisins. Skipulagsráð hefur úrslita ákvörðunarvald um útlit húsanna skv. deiliskipulagsskilmálum og vill VG að skipulagsráð snúi við ákvörðun frá 24. ágúst 2016, jafnvel þó að það baki bænum einhverja bótaskyldu. Enda er um hús að ræða sem munu standa sem andlit bæjarins um áratuga skeið.


Meirihluti skipulagsráðs óskar bókað að deiliskipulag kveður ekki á um form kvista. Hlutfall og form húsanna taka mið af eldri byggð á svæðinu samanber minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs um málið, sem er fylgiskjal með fundargerð.

Bæjarstjórn - 3411. fundur - 21.03.2017

Preben Jón Péturson Æ-lista óskaði eftir umræðu um 2. lið í fundargerð skipulagsráðs dagsett 8. mars 2017.