Rangárvellir - fyrirspurn

Málsnúmer 2017020053

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 255. fundur - 15.02.2017

Erindi dagsett 9. febrúar 2017 þar sem Finnur R. Jóhannesson fyrir hönd ÁK smíði ehf., kt. 450404-2840, lýsir yfir áhuga á lóð við Rangárvelli. Meðfylgjandi er mynd.

Helgi Snæbjarnarson L-lista lýsti sig vanhæfan í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð samþykkir að lóðin verði auglýst laus til umsóknar.

Sviðsstjóra skipulagssviðs er jafnframt falið að skoða þörf og væntingar til atvinnulóða í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Erindi dagsett 9. febrúar 2017 þar sem ÁK smíði ehf., kt. 450404-2840, lýsir yfir áhuga á lóð nr. 6 við Rangárvelli. Meðfylgjandi er mynd og yfirlýsing viðskiptabanka. Formleg umsókn um lóð komin 8. mars 2017.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina. Skipulags- og byggingarskilmálar gilda.