Norðurtangi 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017010224

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 252. fundur - 25.01.2017

Erindi dagsett 13. janúar 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um lóð nr. 7 við Norðurtanga fyrir tvö hús. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð frestar erindinu.

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 13. janúar 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs, kt. 410169-6229, sækir um hluta lóðarinnar nr. 7 við Norðurtanga tímabundið fyrir smáhýsi til lausnar búsetuúrræða fyrir heimilislausa.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 25. janúar 2017.

Á fundinn komu Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs, Laufey Þórðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og Róbert Freyr Jónsson varaformaður velferðarráðs til viðræðna um málið.
Skipulagsráð samþykkir að veita vesturhluta lóðarinnar fyrir smáhýsi, tímabundið til 2ja ára.

Samhliða verði sett vinna í gang um varanleg búsetuúrræði fyrir heimilislausa einstaklinga á Akureyri í samvinnu skipulagssviðs og búsetusviðs.

Skipulagsráð beinir því til sviðsstjóra búsetusviðs að hafa frumkvæði að þeirri vinnu.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista, Edward H. Huijbens V-lista, Stefán Friðrik Stefánsson D-lista og Tryggvi Már Ingvarsson B-lista, óska bókað að þetta úrræði er algert neyðarbrauð í ljósi aðstöðu sem komin er upp. Jaðarsetning fólks sem stendur höllum fæti í okkar samfélagi er aldrei æskileg og ýtir undir vanda þeirra. Við samþykkjum tímabundna staðsetningu smáhýsanna með þeirri kröfu að þau víki innan tveggja ára og verði hluti uppbyggingar íbúðarsvæða sem fyrirhuguð eru um allt bæjarlandið.