Merkigil 2 - fyrirspurn

Málsnúmer 2017010200

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 257. fundur - 08.03.2017

Erindi dagsett 13. janúar 2017 þar sem Hjálmar Pálsson leggur inn fyrirspurn um hvort byggja megi við hús nr. 2 við Merkigil. Meðfylgjandi er teikning og samþykki meðeigenda á lóð.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem breytingarnar eru ekki í samræmi við skipulag hverfisins.


Edward Hákon Huijbens V-lista yfirgaf fundinn kl. 10:00.

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Erindi dagsett 23. mars 2017 þar sem Hjálmar Pálsson óskar eftir að fá heimild til að breyta deiliskipulagi í Giljahverfi og stækka byggingarreit við Merkigil 2 til norðurs. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda lóðar.
Skipulagsráð hafnar umbeðinni ósk þar sem ráðið telur að umbeðin stækkun verði of nálægt göngustíg við lóðarmörk.