Samkomulag fjármála- og efnahagsráðuneytis og Akureyrarbæjar um skiptingu lífeyrisskuldbindinga vegna öldrunarheimila

Málsnúmer 2017010009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3538. fundur - 05.01.2017

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs kynnti stöðu mála.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að undirrita samkomulag vegna lífeyrisskuldbindinga á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3554. fundur - 04.05.2017

Kynnt staða mála við uppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna hjúkrunarheimila.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 9:30.

Bæjarráð - 3556. fundur - 18.05.2017

Kynnt staða mála við uppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna hjúkrunarheimila.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3565. fundur - 24.08.2017

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. ágúst 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð - 3569. fundur - 28.09.2017

Farið yfir stöðu samkomulags.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að það hyggist ganga frá samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Akureyrarbæjar um skiptingu lífeyrisskuldbindinga vegna öldrunarheimila og veitir bæjarstjóra heimild til að skrifa undir samkomulag þess efnis þegar fyrir liggur mat á lífeyrisskuldbindingum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir, samanber bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 21. ágúst 2017, að viðkomandi lífeyrissjóðir sendi upplýsingar til sveitarfélagsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem mun stilla upp samkomulagi og kalla á fulltrúa sveitarfélagsins til undirritunar og frágangs þess.

Bæjarráð - 3574. fundur - 02.11.2017

Lagður fram samningur milli ríkissjóðs og Akureyrarkaupstaðar um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í Lífeyrissjóði starfsmanna Akureyrarbæjar vegna Öldrunarheimila Akureyrarbæjar dagsettur 26. október 2017.

Einnig lagður fram samningur milli ríkissjóðs og Akureyrarkaupstaðar um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga vegna hjúkrunarheimilis sveitarfélags dagsettur 26. október 2017.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjármálasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir samningana.