Raforkuflutningar til Akureyrar

Málsnúmer 2016110149

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3534. fundur - 08.12.2016

Umræða um stöðuna á raforkuflutningum til Akureyrar.

Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri AFE mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Sigmundi fyrir kynninguna og umræðuna.

Bæjarstjórn - 3405. fundur - 20.12.2016

Umræða um stöðu orkumála á Akureyri.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norðausturlandi, auka afhendingaröryggi og styðja þannig eðlilegan vöxt atvinnulífs. Ljóst er að nú þegar er ástand þessara mála orðið mjög alvarlegt í Eyjafirði og ef ekkert verður að gert næstu árin skapast neyðarástand á svæðinu miðað við þá uppbyggingu sem nú á sér stað. Mikilvægt er í þessu sambandi að vinna að krafti að uppbyggingu Hólasandslínu 3 sem og Blöndulínu 3, þrátt fyrir að sú lína hafi verið sett tímabundið í bið í nýrri kerfisáætlun Landsnets. Jafnframt leggur bæjarstjórn áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélög á Norðurlandi hagi skipulagsvinnu sinni þannig að hægt verði að vinna að framþróun framkvæmda við þessar línulagnir. Akureyrarkaupstaður mun við endurskoðun aðalskipulags sem nú er í gangi kappkosta að eiga gott samstarf við Landsnet um leiðir fyrir raflínur í gegnum bæjarlandið og hvetur stofnunina til að leggja sig fram við að ná sátt um lagningu línanna við þá aðila sem að málinu koma í öðrum sveitarfélögum með faglegum undirbúningi, málefnalegri samræðu og með því að taka mið af ólíkum hagsmunum, sjónarmiðum og verðmætamati.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum