Glerárdalur - deiliskipulagsbreyting vegna virkjunar

Málsnúmer 2016080006

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 239. fundur - 10.08.2016

Lagt fram erindi Bergs Steingrímssonar fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, dagsett 4. ágúst 2016, þar sem hann sækir um breytingu á deiliskipulagi Glerárdals vegna fyrirhugaðrar virkjunar Glerár.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi og felur skipulagsstjóra að koma málinu áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Erindi dagsett 4. ágúst 2016 þar sem Bergur Steingrímsson hjá Eflu fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. ágúst 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 24. ágúst 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Samþykki Skotfélags Akureyrar liggur fyrir dagsett 17. ágúst 2016.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að grenndarkynna erindið.

Þar sem samþykki nágranna liggur fyrir telst grenndarkynningu lokið. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og málinu lokið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3396. fundur - 06.09.2016

13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. ágúst 2016:

Erindi dagsett 4. ágúst 2016 þar sem Bergur Steingrímsson hjá Eflu fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. ágúst 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 24. ágúst 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Samþykki Skotfélags Akureyrar liggur fyrir dagsett 17. ágúst 2016.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að grenndarkynna erindið.

Þar sem samþykki nágranna liggur fyrir telst grenndarkynningu lokið. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og málinu lokið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.