Bæjarstjórn

3391. fundur 19. apríl 2016 kl. 16:00 - 20:16 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Víðir Benediktsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Víðir Benediktsson L-lista mætti í forföllum Önnu Hildar Guðmundsdóttur.
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

Í upphafi fundar bauð forseti Jón Þorvald Heiðarsson velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Draupnisgata 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020255Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 13. apríl 2016:

Erindi dagsett 29. febrúar 2016 þar sem Þorgeir Jóhannesson f.h. Dekkjahallarinnar ehf., kt. 520385-0109, sækir um breytingar á húsi nr. 5 við Draupnisgötu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. mars 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tvær tillögur eru lagðar fram, A og B, dagsettar 13. apríl 2016 og unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga B verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Samgönguáætlun

Málsnúmer 2016030197Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúar D-lista þau Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson óskuðu eftir umræðu um samgönguáætlun með sérstakri áherslu á framkvæmdir við flughlaðið og Dettifossveg.
Lögð fram tillaga að bókun frá bæjarfulltrúum D-lista, svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar fagnar því að gert sé ráð fyrir kaupum á nýjum hafnsögubáti fyrir Hafnasamlag Norðurlands í "Tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018", sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Að sama skapi harmar bæjarstjórn þá niðurstöðu að ekki sé gert ráð fyrir því í sömu áætlun að lokið verði við gerð flughlaðs við Akureyrarflugvöll og Dettifossveg. Hvoru tveggja eru þessar framkvæmdir mikilvægar fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf á Norðurlandi eystra. Því skorar bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar á Alþingi að endurskoða þessa niðurstöðu og setja bæði verkefnin á dagskrá þannig að þeim verði lokið að fullu fyrir lok árs 2018.



Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Loftslagsmál - markmið Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016040033Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskaði eftir að tekin yrðu til umræðu markmið Akureyrarbæjar í loftslagsmálum.
Bæjarfulltrúi V-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að bæjarfélagið setji sér mælanleg markmið í loftslagsmálum og samþykki í kjölfarið aðgerðaráætlun og áætlun um eftirfylgni.



Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2015 - fyrri umræða

Málsnúmer 2015120231Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 14. apríl 2016:

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2015.

Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte ehf mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrðu ársreikninginn.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið ásamt Njáli Trausta Friðbertssyni bæjarfulltrúa D-lista.
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 7. og 14. apríl 2016
Atvinnumálanefnd 6. apríl 2016
Bæjarráð 7. og 14. apríl 2016
Íþróttaráð 7. apríl 2016
Kjarasamninganefnd 5. apríl 2016
Samfélags- og mannréttindaráð 14. apríl 2016
Skipulagsnefnd 6. og 13. apríl 2016
Skólanefnd 11. apríl 2016
Stjórn Akureyrarstofu 4. apríl 2016
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 8. apríl 2016
Umhverfisnefnd 12. apríl 2016
Velferðarráð 6. apríl 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 20:16.