Fjárhagsáætlun 2016 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2015090033

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 169. fundur - 10.09.2015

Forsendur fjárhagsáætlunar 2016, samþykktar af bæjarráði, lagðar fram til kynningar og umræðu.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundastarfs og Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sátu fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 170. fundur - 17.09.2015

Unnið var að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samfélags- og mannréttindaráð - 171. fundur - 01.10.2015

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016. Einnig voru lagðar fram tillögur að gjaldskrám.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdastjóra er falið að ganga frá fjárhagsáætlun ráðsins og skila henni til bæjarráðs ásamt skýringum og óskum.
Tillaga að gjaldskrá fyrir Rósenborg og Punktinn samþykkt.

Samfélags- og mannréttindaráð - 173. fundur - 05.11.2015

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 var til fyrri umræðu í bæjarstjórn 3. nóvember. Farið yfir stöðu varðandi áætlunina.

Samfélags- og mannréttindaráð - 176. fundur - 03.12.2015

Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2017-2019.

Samfélags- og mannréttindaráð - 178. fundur - 28.01.2016

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2016 var samþykkt í bæjarstjórn 14. desember sl. Lögð var fram bókun bæjarstjórnar um áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar. Þar eru ítrekuð tilmæli til stjórnenda um að gæta ýtrasta aðhalds. Einnig hefur bæjarráð sett af stað vinnu og aðgerðarhóp til að leita leiða til sparnaðar í samráði við embættismenn og stjórnendur.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 185. fundur - 24.05.2016

Lagt fram fjárhagsyfirlit janúar til apríl fyrir þá liði sem heyra undir ráðið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 187. fundur - 25.08.2016

Lagt fram fjárhagsyfirlit janúar til júlí 2016 fyrir þá liði sem heyra undir ráðið.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 187. fundur - 25.08.2016

Í samræmi við niðurstöðu aðgerðarhóps bæjarráðs voru lagðar fram til tillögur að viðauka við gildandi fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Ráðið samþykkir að vísa þessum tillögum til bæjarráðs.

Jafnframt er minnt á að þörf er að bæta inn í áætlun þjónustumiðstöðvar við Víðilund nauðsynlegu fé til að reka viðbótarhúsnæði. Ráðið felur framkvæmdastjóra að senda á ný upplýsingar til bæjarráðs og óskar eftir viðauka vegna þeirra.

Samfélags- og mannréttindaráð - 191. fundur - 18.10.2016

Lagt fram rekstraryfirlit ráðsins fyrir janúar til september 2016.