Samfélags- og mannréttindaráð

170. fundur 17. september 2015 kl. 14:00 - 16:10 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála
  • Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Eiðs Arnars Pálmasonar.

1.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2015

Málsnúmer 2015080100Vakta málsnúmer

Lagt fram boð til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2016, sem haldinn verður á Fljótsdalshéraði 8.- 9. október 2015.
Einnig lögð fram dagskrá fundarins.
Formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri munu sækja fundinn. Aðrir ráðsmenn munu láta vita hafi þeir áhuga og tök á að fara.

2.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 11. september 2015:
"Rætt um stöðu mála varðandi boð Akureyrarbæjar til að taka á móti flóttamönnum.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur samfélags- og mannréttindaráði að stofna starfshóp vegna verkefnisins með aðkomu m.a. skólanefndar og velferðarráðs."
Ráðið tilnefnir formann ráðsins, Silju Dögg Baldursdóttur, til setu í hópnum.
Skólanefnd og velferðarráð tilnefna sína fulltrúa. Ráðið felur framkvæmdastjóra að kalla hópinn saman og vinna með honum.
Hópurinn kalli fleiri til liðs eftir þörfum.
Þegar hér var komið mættu Siguróli Magni Sigurðsson B-lista og Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista á fundinn kl. 14:30, þegar umfjölllun um fyrstu tvo liði fundargerðarinnar var lokið.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2015090033Vakta málsnúmer

Unnið var að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Fundi slitið - kl. 16:10.