KFUM og KFUK á Íslandi - styrkumsóknir - endurnýjun samnings 2015

Málsnúmer 2015060073

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 168. fundur - 11.06.2015

Lagðar fram tvær umsóknir um styrki og endurnýun samnings:
Umsókn um rekstarastyrk dagsett 15. apríl 2014 undirrituð að Katrínu Harðardóttur og umsókn vegna sumarbúðanna á Hólavatni dagsett 15. apríl 2015 undirrituð af Hreini Andrési Hreinssyni.
Framkvæmdastjóra er falið að gera nýjan samning til eins árs á sömu forsendu og eldri samningur byggði á.
Ráðið mun taka alla samningsgerð við félög til endurskoðunar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 178. fundur - 28.01.2016

Lögð var fram bókun úr 1. lið viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. janúar 2016, sem bæjarráð vísaði til samfélags- og mannréttindaráðs á fundi 21. janúar. Í viðtalstímann mættu framkvæmdastjóri, formaður og gjaldkeri KFUM og KFUK til að ræða stuðning Akureyrarbæjar við starfið.
Ráðið mun skoða þetta erindi í tengslum við endurskoðun á styrkjum og samningum á vegum ráðsins sbr. 8. lið í fundargerð þessa fundar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 192. fundur - 15.11.2016

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að styrktarsamningi fyrir árin 2016-2018
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin og felur formanni og framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista vék af fundi kl. 11:12.

Frístundaráð - 28. fundur - 22.03.2018

Lagður fram til kynningar ársreikningur KFUM og K 2016 auk fjárhagsáætlunar 2017.