Lagðar fram tvær umsóknir um styrki og endurnýun samnings: Umsókn um rekstarastyrk dagsett 15. apríl 2014 undirrituð að Katrínu Harðardóttur og umsókn vegna sumarbúðanna á Hólavatni dagsett 15. apríl 2015 undirrituð af Hreini Andrési Hreinssyni.
Framkvæmdastjóra er falið að gera nýjan samning til eins árs á sömu forsendu og eldri samningur byggði á. Ráðið mun taka alla samningsgerð við félög til endurskoðunar.
Lögð var fram bókun úr 1. lið viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. janúar 2016, sem bæjarráð vísaði til samfélags- og mannréttindaráðs á fundi 21. janúar. Í viðtalstímann mættu framkvæmdastjóri, formaður og gjaldkeri KFUM og KFUK til að ræða stuðning Akureyrarbæjar við starfið.
Ráðið mun skoða þetta erindi í tengslum við endurskoðun á styrkjum og samningum á vegum ráðsins sbr. 8. lið í fundargerð þessa fundar.
Ráðið mun taka alla samningsgerð við félög til endurskoðunar.