Hagahverfi - framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og veitustofnum

Málsnúmer 2015050156

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 204. fundur - 27.05.2015

Erindi dagsett 21. maí 2015 þar sem verkfræðistofan Efla f.h. Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, Norðurorku hf., kt. 550978-0169, Mílu ehf., kt. 460207-1690 og Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir nýbyggingu gatna og lagningu lagna veitustofna í Hagahverfi, A og B áfanga. Heildarlengd gatna er um 2000 m og vinnusvæðið um 10 ha. Áætlað er að fjarlægja um 70000 m3 af efni úr götustæðum og magn aðflutts fyllingarefnis er áætlað um 60000 m3. Efnið er sótt úr skilgreindum efnisnámum á Eyjafjarðarsvæðinu.

Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist í byrjun júní 2015 og að hluti lóða verði byggingarhæfar í október 2015. Heildarframkvæmdum við þennan hluta hverfisins lýkur haustið 2016.

Meðfylgjandi eru uppdrættir dagsettir 5. apríl 2015 frá Eflu.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við nýbyggingu gatna og lagningu lagna veitustofna í Hagahverfi, A og B áfanga, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 19. október 2017 þar sem Tómas Björn Hauksson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdarleyfi vegna gatnagerðar og lagna í suðurhluta Hagahverfis.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við gatnagerð og veitustofna í suðurhluta Hagahverfis, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.