Hljóðvist í leikskólum - tilraunaverkefni

Málsnúmer 2015040233

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 8. fundur - 04.05.2015

Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi kynnti verkefnið. Um er að ræða tilraunaverkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga til að bæta hljóðvist í leikskólum.
Markmið tilraunaverkefnisins er að kortleggja hávaða á leikskólum í einu sveitarfélagi, sjá út eðli hans og hegðunarmunstur þ.e.a.s. hvar, frá hverju/hverjum hann stafar, hvenær hann á sér stað og hvernig. Út frá þeim upplýsingum yrðu fundnar leiðir til að draga úr hávaðanum, svo sem með umbótum á húsnæði, húsbúnaði, leikföngum/leiktækjum, fræðslu til starfsmanna og endurskoðun á starfsháttum.
Skólanefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu. Verkefnisstjórn verður í höndum Hrafnhildar G. Sigurðardóttur leikskólafulltrúa á skóladeild.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 275. fundur - 04.03.2016

Lagðar fram niðurstöður úr hljóðvistarmælingum Vinnueftirlitsins sem gerðar voru í leikskólum Akureyrarbæjar í janúar 2016.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar lýsir ánægju sinni með góða útkomu á hljóðvist í þeim þremur leikskólum Akureyrarbæjar sem mældir voru.

Fræðsluráð - 20. fundur - 20.11.2017

Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi kynnti helstu niðurstöður í tilraunaverkefni um hljóðvist í leikskólum.