Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

660. fundur 04. janúar 2018 kl. 13:00 - 15:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Kringlumýri 20 - umsókn um leyfi fyrir útihurð

Málsnúmer 2018010023Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. janúar 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Ólafs Stefánssonar sækir um leyfi til að setja útihurð á austurhlið neðri hæðar húss nr. 20 við Kringlumýri ásamt tröppum. Meðfylgjandi er teikning eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Móasíða 5A - fyrirspurn

Málsnúmer 2018010041Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. janúar 2018 þar sem Sigurður Arnarson og Anna Guðný Helgadóttir leggja fram fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir sólskála við hús sitt nr. 5A við Móasíðu. Möguleiki á sólskálum er sýndur á upprunalegu teikningunum af húsinu, en voru aldrei reistir.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að sótt verði um byggingarleyfi með aðaluppdráttum og skráningartöflu.

3.Gata norðurljósanna 9 - Laufásgata - umsókn um flutning

Málsnúmer 2017110115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Ómar Þórisson fyrir hönd ÓÞ verktaka ehf. sækir um leyfi til að flytja sumarhús af lóð nr. 9 við Götu norðurljósanna og setja það tímabundið á lóð við Laufásgötu, lnr. 148732. Meðfylgjandi er leyfi eiganda lóðarinnar við Laufásgötu og yfirlýsing sumarhúsaeiganda um leyfi til flutnings.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Hrappsstaðir 146946 - umsókn um flutning á húsi

Málsnúmer 2016080112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. ágúst 2016 þar sem Jóhann Freyr Jónsson sækir um að flytja hús á Hrappsstaði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 20. desember 2017 og umsögn Minjastofnunar 18. desember 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Daggarlundur 8 - umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi

Málsnúmer 2015030175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Elvars Magnússonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 8 við Daggarlund. Sótt er um að stækka verönd, breyta innra skipulagi og stoðveggjum á lóðarmörkum.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Ægisnes 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Króksverks ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2 við Ægisnes. Sótt er um leyfi til að hækka grunnkóta hússins um 0,5 metra. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Daggarlundur 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. desember 2017 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson sendir inn breyttar teikningar af húsi nr. 1 við Daggarlund. Breytingarnar fela í sér mjókkun á hurð út úr baðherbergi og timburklæðning útveggja felld út. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Brekkugata 13 - umsókn um byggingarleyfi til að breyta vinnustofu á jarðhæð í íbúð

Málsnúmer 2017050036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2017 þar sem Anna Hauksdóttir fyrir hönd Hafliða Guðlaugssonar sækir um leyfi til að breyta vinnustofu á jarðhæð húss nr. 13 við Brekkugötu í íbúð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Hauksdóttur ásamt greinargerð brunaverkfræðings og túlkun hæstaréttarlögmanns á málinu til Mannvirkjastofnunar og svar Mannvirkjastofnunar.
Byggingarfulltrúi vísar til afgreiðslu fyrra erindis um sama mál, með rökum sem nú er stutt í svarbréfi Mannvirkjastofnunar, dagsett 7. september 2017, til hæstaréttarlögmannsins sem segir þá undanþágu sem hann vísar til eigi við um algilda hönnun, en ekki við lágmarks lofthæð íbúðarrýmis.

Byggingarfulltrúi hafnar því erindinu þar sem ákvæði um lofthæð eru ekki uppfyllt, sbr. gr. 6.7.2. í byggingarreglugerð og einnig með vísun í gr. 6.7.4 í sömu reglugerð.

9.Sandhorn - skipting eignar í sex eignir

Málsnúmer 2017120471Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2017 þar sem Kristján E. Hjartarson fyrir hönd Byggðastofnunar sækir um að eigninni Sandhorni við Hafnarveg í Hrísey verði skipt í sex eignir. Meðfylgjandi er teikning eftir Kristján Eldjárn Hjartarson.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í skiptingu hússins í fleiri eignir en hafnar erindinu eins og það liggur fyrir þar sem teikningarnar uppfylla ekki kröfur byggingarreglugerðar. Ekki verður hægt að samþykkja íbúð á efri hæð vegna lofthæðar og skipulags hafnarsvæðis.

Fundi slitið - kl. 15:15.