Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

535. fundur 09. apríl 2015 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Daggarlundur 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015030175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 1. apríl 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Kjarnagata 41 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi

Málsnúmer 2015030250Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. mars 2015 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsinu nr. 41 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason ásamt gátlista.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Súluvegur 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014080069Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. mars 2015 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. HGH verks ehf., kt. 540510-0400, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 2 við Súluveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Langholt 10 - byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2012020191Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júlí 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Magnúsar Snædals sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af bílskúr við Langholt 10. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomin teikning 7. apríl 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:00.