Fundaáætlun atvinnumálanefndar 2015

Málsnúmer 2015020154

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 1. fundur - 27.02.2015

Rætt var um fastan fundartíma nefndarinnar.
Atvinnumálanefnd samþykkir að fastur fundartími nefndarinnar verði að öllu jöfnu þriðja miðvikudag í mánuði kl. 14:00.

Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 02.09.2015

Lögð fram drög að starfsáætlun atvinnumálanefndar næstu mánuði.
Verkefnastjóra atvinnumála falið að vinna starfsáætlunina áfram og leggja fyrir næsta fund, auk kynningarbréfs til að senda á fyrirtæki í sveitarfélaginu.

Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 23.09.2015

Til fundarins mættu fulltrúar stjórnar Samtaka atvinnurekenda á Akureyri (SATA) til að ræða stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu og hvernig hægt er að hafa samtalið milli sveitarfélagsins og atvinnulífsins sem mest og virkast.
Fyrir hönd SATA mættu Árni V. Friðriksson formaður, Kristín Halldórsdóttir, Hólmgrímur Bjarnason, Hjörtur Narfason og Fjóla Karlsdóttir til fundarins.
Einnig var farið yfir fundaáætlun atvinnumálanefndar 2015-2016 og drög að kynningarbréfi til að senda út til fyrirtækja á Akureyri.
Atvinnumálanefnd samþykkir að kynningarbréf verði sent út á fyrirtæki á Akureyri og felur atvinnufulltrúa að gera það.
Fulltrúar stjórnar SATA yfirgáfu fundinn kl. 17:15.

Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 07.10.2015

Rætt um mögulega ráðstefnu sem atvinnumálanefnd hefur áhuga á að standa að í samstarfi við fleiri á starfsárinu.
Atvinnufulltrúa falið að kalla saman hagsmunaaðila til að ræða mögulega ráðstefnu um mennta- og atvinnumál á næsta ári.

Atvinnumálanefnd - 18. fundur - 02.03.2016

Farið var yfir og unnið í starfsáætlun nefndarinnar 2016.