Atvinnumálanefnd

8. fundur 02. september 2015 kl. 16:00 - 17:30 Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson formaður
  • Erla Björg Guðmundsdóttir
  • Jóhann Jónsson
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Brothættar byggðir

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. ágúst 2015 frá Sigríði Þorgrímsdóttur fyrir hönd Byggðastofnunar. Í póstinum er óskað eftir tilnefningu sveitarfélagsins í verkefnastjórnir vegna brothættra byggða verkefnanna fyrir Hrísey og Grímsey.
Atvinnumálanefnd samþykkir að Matthías Rögnvaldsson formaður atvinnumálanefndar verði fulltrúi Akureyrar í verkefnastjórnunum.

2.Starfsáætlun atvinnumálanefndar 2015

Málsnúmer 2015020154Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun atvinnumálanefndar næstu mánuði.
Verkefnastjóra atvinnumála falið að vinna starfsáætlunina áfram og leggja fyrir næsta fund, auk kynningarbréfs til að senda á fyrirtæki í sveitarfélaginu.

3.Atvinnumálanefnd - kynjuð fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2015040049Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri atvinnumála fór yfir stöðu mála í tengslum við kynjaða fjárhagsáætlun.
Verkefnastjóra atvinnumála falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við fulltrúa Háskólans á Akureyri.

4.Verkefnastjóri atvinnumála - verkefni

Málsnúmer 2015070006Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri atvinnumála gerði munnlega grein fyrir verkefnum sínum síðustu vikur, svo sem undirbúning heimsóknar iðnaðarráðherra, undirbúning Arctic Circle, verkefni í tengslum við Vistorku, Akureyri í tölum, brothættar byggðir og FabLab.

Fundi slitið - kl. 17:30.