Atvinnumálanefnd

9. fundur 23. september 2015 kl. 16:00 - 18:00 Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson formaður
  • Erla Björg Guðmundsdóttir
  • Jóhann Jónsson
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fundaáætlun atvinnumálanefndar 2015-2016

Málsnúmer 2015020154Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu fulltrúar stjórnar Samtaka atvinnurekenda á Akureyri (SATA) til að ræða stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu og hvernig hægt er að hafa samtalið milli sveitarfélagsins og atvinnulífsins sem mest og virkast.
Fyrir hönd SATA mættu Árni V. Friðriksson formaður, Kristín Halldórsdóttir, Hólmgrímur Bjarnason, Hjörtur Narfason og Fjóla Karlsdóttir til fundarins.
Einnig var farið yfir fundaáætlun atvinnumálanefndar 2015-2016 og drög að kynningarbréfi til að senda út til fyrirtækja á Akureyri.
Atvinnumálanefnd samþykkir að kynningarbréf verði sent út á fyrirtæki á Akureyri og felur atvinnufulltrúa að gera það.
Fulltrúar stjórnar SATA yfirgáfu fundinn kl. 17:15.

2.Atvinnumálanefnd - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 2015090140Vakta málsnúmer

Farið var yfir fyrirhuguð verkefni atvinnumálanefndar á næsta ári í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2016.
Atvinnumálanefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að bætt verði við kr. 7.000.000 vegna kostnaðar við verkefnið Brothættar byggðir.
Að öðru leyti er umfjöllun frestað til næsta fundar.

3.Brothættar byggðir

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

4.Verkefni atvinnufulltrúa

Málsnúmer 2015070006Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:00.