Fiskitangi 4 - umsókn um nýbyggingu

Málsnúmer 2015020040

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 528. fundur - 19.02.2015

Erindi dagsett 5. febrúar 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Útgerðarfélags Akureyringa, kt. 500209-0620, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Fiskitanga 4. Meðfylgjandi eru teikningar og greinagerðir eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Jafnframt er óskað eftir leyfi til að kanna jarðveg í nýju hússtæði, rífa matshluta 23, 13 og hluta af matshluta 01 sem eru þar sem viðbyggingin mun rísa og að rifin hús og vélageymsla sem hætt er við að byggja komi til frádráttar við útreikning gatnagerðargjalds af nýbyggingu.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir umbeðið niðurrif og könnun á jarðvegi en frestar erindinu að öðru leyti með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Skipulagsnefnd - 199. fundur - 11.03.2015

Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir breytingu á formi og útliti hússins.

Erindi dagsett 5. febrúar 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Útgerðarfélags Akureyringa, kt. 500209-0620, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 4 við Fiskitanga. Meðfylgjandi eru teikningar og greinargerðir eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 532. fundur - 19.03.2015

Erindi dagsett 5. febrúar 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Útgerðarfélags Akureyringa, kt. 500209-0620, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 4 við Fiskitanga. Meðfylgjandi eru teikningar og greinargerðir eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 11. mars og 18. mars 2015.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 559. fundur - 16.10.2015

Erindi dagsett 2. október 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Útgerðarfélags Akureyringa, kt. 500209-0620, sækir um byggingarleyfi fyrir millilofti, verkstjórarými og kælirými í eldri byggingu í húsi nr. 4 við Fiskitanga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 14. október 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.