Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

528. fundur 19. febrúar 2015 kl. 13:00 - 14:10 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Ásatún 28-32 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012110100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Ásatúni 28-32. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Einnig er óskað eftir leyfi til að hefja jarðvegsskipti.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

2.Jaðarstún 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014080130Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2015 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu, kt. 710594-2019, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Jaðarstúni 6. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Mýrarvegur landnr. 148916 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2014120087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Ötuls ehf., kt. 650576-0479, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Strandgata 53 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014070097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júlí 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Skjaldborgar kröfuhafafélags 10 ehf., kt. 610510-2130, sækir um leyfi fyrir breytingum á Strandgötu 53. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar teikningar 11. febrúar 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Þórunnarstræti 89 - umsókn um breytingar utanhúss

Málsnúmer 2015020109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Kristveigar Óladóttur sækir um breytingar á utanhússklæðningu á Þórunnarstræti 89. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Kaupvangsstræti 1 - umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu og kvistum

Málsnúmer 2015020074Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. febrúar 2015 þar sem Gísli Gestsson f.h. Ljósmyndavara ehf., kt. 540174-0409, og Víðsjár-kvikmyndagerðar ehf., kt. 490703-3060, sækir um byggingarleyfi fyrir kvistum og viðbyggingu við Kaupvangsstræti 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnlaug Jónsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Geislagata 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stiga

Málsnúmer 2013040250Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. apríl 2013 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til þess að byggja flóttastiga, breyta innra skipulagi, byggja sorp- og hjólskýli og breyta fyrirkomulagi bílastæða norðan húss. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Innkomnar uppfærðar teikningar og brunahönnun 6. og 16. febrúar 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

8.Fiskitangi 4 - umsókn um nýbyggingu

Málsnúmer 2015020040Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. febrúar 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Útgerðarfélags Akureyringa, kt. 500209-0620, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Fiskitanga 4. Meðfylgjandi eru teikningar og greinagerðir eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Jafnframt er óskað eftir leyfi til að kanna jarðveg í nýju hússtæði, rífa matshluta 23, 13 og hluta af matshluta 01 sem eru þar sem viðbyggingin mun rísa og að rifin hús og vélageymsla sem hætt er við að byggja komi til frádráttar við útreikning gatnagerðargjalds af nýbyggingu.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir umbeðið niðurrif og könnun á jarðvegi en frestar erindinu að öðru leyti með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Álfabyggð 4 - umsókn um viðbyggingu

Málsnúmer 2015010244Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. janúar 2014 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Reglu Karmelsystra ahgh Jesú, kt. 410601-3380, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 4 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 3. febrúar 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

10.Glerárgata 18 - fyrirspurn

Málsnúmer 2015020133Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. febrúar 2015 þar sem Jón Harðarson sækir um útlitsbreytingu á húsi nr. 18 við Glerárgötu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Staðgengill skipulagsstjóra tekur jákvætt í fyrirhugaða breytingu og mun afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst ásamt aðaluppdráttum og samþykki meðeigenda.

Fundi slitið - kl. 14:10.