Önnur mál

Málsnúmer 2015010001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3453. fundur - 26.03.2015

Rætt um atvinnumál í Hrísey og Grímsey.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir atvinnumálafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3463. fundur - 18.06.2015

Bæjarráð fagnar því að Akureyri hafi verið valin sem besti áfangastaðurinn í Evrópu af Lonely Planet og einsetur sér að nýta tækifærin sem í því felast til fullnustu.

Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista vék af fundi kl. 11:58.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista vék af fundi kl. 12:05.

Bæjarráð - 3467. fundur - 06.08.2015

Lögð fram bókun svohljóðandi:

Bæjarráð vill vekja athygli á þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga þar sem sífellt fleiri haga fjármálum sínum þannig að þeir greiða einungis skatt til ríkisins, þrátt fyrir að njóta mikillar þjónustu sveitarfélaga. Brýnt er að sveitarfélög fái hlutdeild í fjármagnstekju- og virðisaukaskatti.
Bæjarráð fordæmir jafnframt hvers kyns skattsvik, því til að halda uppi samfélagi þurfa allir að leggja sitt af mörkum.
Bæjarráð samþykkir framlagða bókun.

Bæjarráð - 3487. fundur - 10.12.2015

Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdaráði að yfirfara forgangsröðun í snjómokstri með tilliti til öryggis skólabarna á leið í og úr skóla. Þar þarf að huga að mokstri á göngustígum og gangstígum í kringum skólana og hvar snjó sem rutt er af stæðum og götum er komið fyrir við skólana. Það er slysahætta af leik barna í ruðningum sem liggja við götur eða plön þar sem umferð er mikil við skóla og þá hættu þarf að fyrirbyggja.
Bæjarráð samþykkir framlagða bókun.