Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2014

Málsnúmer 2014120127

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3453. fundur - 26.03.2015

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2014.
Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte ehf mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrðu ársreikninginn.
Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3371. fundur - 07.04.2015

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 26. mars 2015:

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2014.

Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte ehf mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrðu ársreikninginn.

Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3455. fundur - 16.04.2015

5. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 7. apríl 2015:
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráð undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3372. fundur - 21.04.2015

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 16. apríl 2015:
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Ársreikningurinn var síðan undirritaður.

Bæjarráð - 3467. fundur - 06.08.2015

Lagt fram bréf dagsett 13. júlí 2015 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er frekari upplýsinga vegna lífeyrisskuldbindinga Akureyrarkaupstaðar en fram koma í skýringu 15 í ársreikningi bæjarins.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að svara bréfritara.
Bæjarráð hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið að hefja þegar viðræður um uppgjör lífeyrisskuldbindinga.