Helgamagrastræti 12 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 2014110019

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 516. fundur - 06.11.2014

Erindi dagsett 4. nóvember 2014 þar sem Guðbjörg Thorsen og Birgir Wendel sækja um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Helgamagrastræti 12.

Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem ekki hefur verið sýnt fram á að framkvæmdir séu í gangi á húsnæðinu sem réttlæti stöðuleyfi fyrir gám á lóðinni. Frestur til að fjarlægja gáminn er gefinn til 30. nóvember 2014.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 518. fundur - 20.11.2014

Erindi dagsett 17. nóvember 2014 í tölvupósti þar sem Guðbjörg Thorsen og Birgir Wendel óska eftir endurupptöku máls þar sem þau sækja um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Helgamagrastræti 12 vegna viðgerða á húsinu.
Meðfylgjandi er rökstuðningur fyrir beiðninni og ljósmyndir sem sýna hvar þörf er á viðgerðum á húsinu.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir gáminn til eins árs.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 566. fundur - 03.12.2015

Erindi dagsett 27. nóvember 2015 í tölvupósti þar sem Guðbjörg Thorsen og Birgir Wendel óska eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Helgamagrastræti 12 vegna viðgerða á húsinu.

Meðfylgjandi er rökstuðningur fyrir beiðninni og ljósmyndir sem sýna hvar þörf er á viðgerðum á húsinu.
Skipulagsstjóri veitir stöðuleyfi fyrir gáminn til 1. ágúst 2016.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 602. fundur - 21.09.2016

Erindi dagsett 29. ágúst 2016 þar sem Guðbjörg Thorsen og Birgir Wendel sækja um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir gám til geymslu á efni og vinnuaðstöðu til viðgerða á Helgamagrastræti 12. Meðfylgjandi er rökstuðningur fyrir stöðuleyfinu.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem ekki er veitt stöðuleyfi fyrir gáma sem nýttir eru fyrir vinnuaðstöðu. Fyrst var sótt um stöðuleyfi fyrir gáminn haustið 2014 með sömu rökum, en ekki verður séð að neitt hafi gerst í viðgerðum á húsinu síðustu tvö ár.