Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

518. fundur 20. nóvember 2014 kl. 13:00 - 14:10 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Helgamagrastræti 12 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 2014110019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2014 í tölvupósti þar sem Guðbjörg Thorsen, kt. 141268-5469, og Birgir Wendel, kt. 140988-3229, óska eftir endurupptöku máls þar sem þau sækja um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Helgamagrastræti 12 vegna viðgerða á húsinu.
Meðfylgjandi er rökstuðningur fyrir beiðninni og ljósmyndir sem sýna hvar þörf er á viðgerðum á húsinu.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir gáminn til eins árs.

2.Míla - framkvæmdaleyfi fyrir ljósveitu

Málsnúmer 2014040229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2014 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 28. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi teikningum við:
1) GLER Áfangi 5 svæði 1 Austursíða.
2) AKUR áfangi 3 svæði 1 Einilundur - Birkilundur.
3) AKUR áfangi 3 svæði 2 Vanabyggð.
4) AKUR áfangi 3 svæði 3 Skógarlundur.
5) AKUR áfangi 3 svæði 4 Heiðarlundur.
6) AKUR áfangi 3 svæði 5 Hjallalundur.
7) AKUR áfangi 3 svæði 6 Reynilundur - Grenilundur.
8) AKUR áfangi 3 svæði 7 Lerkilundur - Grenilundur.
Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.
Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

3.Jaðarstún 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014110080Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. nóvember 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni-eignarhaldsfélags ehf., kt. 520809-0580, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 2. við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Furuvellir 11 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014100015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. september 2014 þar sem Orri Árnason f.h. Endurvinnslunnar hf., kt. 610789-1299, sækir um leyfi fyrir breytingum við Furuvelli 11. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Orra Árnason. Innkomnar teikningar 12. nóvember 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Gránufélagsgata 47 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020258Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2014 þar sem Davíð Þór Sigurbjartsson f.h. Idea ehf., kt. 601299-2249, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Ásgeirsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Hrafnaland 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014110096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2014 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 10 við Hrafnaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Sporatún 41-49 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN060363Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. nóvember 2014 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Þóris Rafns Hólmgeirssonar, kt. 230280-4369, sækir um bráðabirgðaleyfi til fimm ára til þess að breyta bílageymslu í þvottahús og geymslu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Daggarlundur 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014010057Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. október 2014 þar sem Logi Már Einarsson f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum á Daggarlundi 10. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 14. og 20. nóvember 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Ósvör 2a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014110112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2014 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Ólafs Ólafssonar, kt. 050557-5379, sækir um breytingar innanhúss við Ósvör 2a. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

10.Gata mánans 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014100108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. október 2014 þar sem Árni Árnason f.h. Eimskips ehf., kt. 421104-3520, sækir um leyfi fyrir lítilli viðbyggingu við Götu mánans nr. 4. Meðfylgjandi er teikning efir Ágúst Hafsteinsson.
Innkomnar teikningar 5. nóvember 2014.
Innkomnar teikningar 17. nóvember 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Ásatún 28-32 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012110100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Tréverks ehf., kt. 660269-2869, sækir um breytingar á íbúðum í húsinu nr. 28-32 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

12.Kjarnaskógur, grillskýli - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014110095Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. nóvember 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Framkvæmdardeildar Akureyrar kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir grillhúsi í Kjarnaskógi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

13.Hjalteyrargata 12 - umsókn um breytingar og viðhald

Málsnúmer BN100035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. apríl 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Súlna Björgunarsveitar á Akureyri, kt. 640999-2689, sækir um breytingar á húsinu Hjalteyrargötu 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Nýtt erindi barst dagsett 23. október 2014 ásamt leiðréttum teikningum.
Innkomnar teikningar 18. nóvember 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

14.Njarðarnes 10 - breytingar

Málsnúmer BN070119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2014 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Hlaða fasteigna ehf., kt. 580612-0670, sækir er um breytingar á áður samþykktum teikningum og brunahönnun vegna innréttingar og notkunar á 2. hæð í Njarðarnesi 10. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson og brunahönnun frá Tómasi Böðvarssyni.
Innkomnar teikningar, greinargerð vegna einangrunar og brunahönnun 30. október 2014.
Innkomnar teikningar og brunahönnun 19. nóvember 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

15.Þingvallastræti 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014090303Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. september 2014 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Frelsis ehf., kt 620904-2280, og Saurbæjargerðis ehf., kt. 550604-2720, sækir um breytingar við Þingvallastræti 18. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gisla Kristinsson.
Innkomnar teikningar 28. október og 17. nóvember 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:10.