Vinnuskólinn 2014 - laun

Málsnúmer 2014040129

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3411. fundur - 28.04.2014

Lögð fram tillaga um laun í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2014.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.
 

Bæjarráð - 3413. fundur - 15.05.2014

Tekin fyrir að nýju tillaga um laun í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2014. Bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 28. apríl sl.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2014 hækki samsvarandi og launaflokkur 115 í kjarasamningi Einingar-Iðju 1. mars sl. eða um 3,7% frá fyrra ári og verði sem hér segir:

14 ára kr. 382

15 ára kr. 436

16 ára kr. 573

10,17% orlof er greitt til viðbótar við tímakaup.

Samþykkt að hækka heildarfjölda vinnustunda í boði hjá hverjum árgangi sem hér segir:

Tímar hjá 14 og 15 ára verða alls 105 sumarið 2014, en voru áður 90 hjá hvorum árgangi. Tímar hjá 16 ára verða alls 180 en voru á sl. ári alls 144.

Bæjarráð mun endurskoða laun í vinnuskóla sumarið 2014 þegar kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Einingu-Iðju liggur fyrir.