Stjórn Akureyrarstofu

157. fundur 06. mars 2014 kl. 16:00 - 18:00 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að atvinnustefnunni sem nú er í lokavinnslu.
Hreinn Þór Hauksson verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið og fór yfir drögin. Stefnan verður tekin til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi stjórnar.

2.Sjónlistamiðstöð - ráðning forstöðumanns 2014

Málsnúmer 2014030019Vakta málsnúmer

Nú stendur yfir ráðningarferli vegna ráðningar nýs forstöðumanns í Sjónlistamiðstöðinni. Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu óskar eftir því að tveir fulltrúar úr stjórn Akureyrarstofu taki þátt í viðtölum við umsækjendur á seinni stigum ferilsins.

Stjórn Akureyrarstofu felur Jóni Hjaltasyni, kt. 240159-3419 og Unnsteini Jónssyni, kt. 151263-4029, að taka þátt í viðtölunum fyrir sína hönd.

3.Samningur um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur Menningarfélagsins Hofs árin 2013-2015

Málsnúmer 2014030017Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Menningarfélagið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

4.Starfslaun listamanna 2014 - Menningarsjóður

Málsnúmer 2014010018Vakta málsnúmer

Skipun ráðgjafarhóps stjórnar Akureyrarstofu vegna úthlutunar starfslauna listamanna.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við Ragnheiði Skúladóttur, kt. 070766-4939, Daníel Þorsteinsson, kt. 190163-5989 og Guðmund Ármann Sigurjónsson, kt. 030144-7599, að þau skipi ráðgjafarhópinn.

5.Húsverndarsjóður - breyting á samþykkt 2014

Málsnúmer 2014030018Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir Húsverndarsjóð Akureyrar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingartillögum sem fram komu á fundinum.

6.Lystigarður, kaffihús - útboð á rekstri

Málsnúmer 2014020205Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur óskað eftir því að stjórn Akureyrarstofu tilnefni einn fulltrúa í dómnefnd vegna útboðs á rekstri kaffihúss í Lystigarðinum.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Höllu Björk Reynisdóttur, kt. 170967-5189, í dómnefndina fyrir sína hönd.

Fundi slitið - kl. 18:00.