Stjórn Akureyrarstofu

157. fundur 06. mars 2014 kl. 16:00 - 18:00 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að atvinnustefnunni sem nú er í lokavinnslu.
Hreinn Þór Hauksson verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið og fór yfir drögin. Stefnan verður tekin til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi stjórnar.

2.Sjónlistamiðstöð - ráðning forstöðumanns 2014

Málsnúmer 2014030019Vakta málsnúmer

Nú stendur yfir ráðningarferli vegna ráðningar nýs forstöðumanns í Sjónlistamiðstöðinni. Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu óskar eftir því að tveir fulltrúar úr stjórn Akureyrarstofu taki þátt í viðtölum við umsækjendur á seinni stigum ferilsins.

Stjórn Akureyrarstofu felur Jóni Hjaltasyni og Unnsteini Jónssyni að taka þátt í viðtölunum fyrir sína hönd.

3.Samningur um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur Menningarfélagsins Hofs árin 2013-2015

Málsnúmer 2014030017Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Menningarfélagið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

4.Starfslaun listamanna 2014 - Menningarsjóður

Málsnúmer 2014010018Vakta málsnúmer

Skipun ráðgjafarhóps stjórnar Akureyrarstofu vegna úthlutunar starfslauna listamanna.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við Ragnheiði Skúladóttur, Daníel Þorsteinsson og Guðmund Ármann Sigurjónsson að þau skipi ráðgjafarhópinn.

5.Húsverndarsjóður - breyting á samþykkt 2014

Málsnúmer 2014030018Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir Húsverndarsjóð Akureyrar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingartillögum sem fram komu á fundinum.

6.Lystigarður, kaffihús - útboð á rekstri

Málsnúmer 2014020205Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur óskað eftir því að stjórn Akureyrarstofu tilnefni einn fulltrúa í dómnefnd vegna útboðs á rekstri kaffihúss í Lystigarðinum.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Höllu Björk Reynisdóttur í dómnefndina fyrir sína hönd.

Fundi slitið - kl. 18:00.