Álagning gjalda árið 2014 - fasteignaskattur - reglur um afslátt af fasteignaskatti

Málsnúmer 2014010218

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3398. fundur - 23.01.2014

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2014.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3350. fundur - 04.02.2014

1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 23. janúar 2014:
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2014.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um afslátt af fasteignaskatti með 11 samhljóða atkvæðum.