Skólastefna - endurskoðun

Málsnúmer 2014010001

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 1. fundur - 06.01.2014

Núgildandi skólastefna Akureyrarbæjar var samþykkt árið 2005 með fororði um að hana skyldi endurskoða innan fimm ára. Síðan þá hafa lög um grunn- og leikskóla verið endurskoðuð og öllum skólastigum verið sett ný aðalnámskrá. Fyrir fundinum lá því tillaga um að ráðist verði í endurskoðun á skólastefnunni og því verki lokið á árinu 2014.

Skólanefnd samþykkir að fela fræðslustjóra að leita til Miðstöðvar skólaþróunar HA eftir samstarfi um verkefnið. Skólanefnd óskar eftir því að tillaga að verkáætlun verði lögð fyrir fund í febrúar 2014.

Skólanefnd - 1. fundur - 05.01.2015

Fræðslustjóra falið að ræða við háskólann um að stýra endurskoðun á skólastefnu. Stefnt að því að ný og endurskoðuð skólastefna verði tilbúin haustið 2016.

Skólanefnd - 4. fundur - 16.02.2015

Skólanefnd felur fræðslustjóra að halda áfram vinnu með undirbúning nýrrar skólastefnu.

Skólanefnd - 5. fundur - 02.03.2015

Vinnulag við endurskoðun skólastefnu Akureyrarbæjar.
Skólanefnd mun hefja endurskoðun skólastefnu með nokkrum vinnufundum nefndarinnar. Síðan verða aðilar kallaðir að eftir því sem líður á vinnuna.

Skólanefnd - 15. fundur - 24.08.2015

Áframhaldandi vinna með endurskoðun skólastefnu.

Skólanefnd - 16. fundur - 03.10.2016

Þessum lið var frestað.