Skólanefnd

1. fundur 06. janúar 2014 kl. 14:00 - 15:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
 • Preben Jón Pétursson formaður
 • Anna Sjöfn Jónasdóttir
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Helgi Vilberg Hermannsson
 • Sædís Gunnarsdóttir
 • Áslaug Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
 • Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
 • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
 • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Reglur um afslætti af gjaldskrám fræðslu- og uppeldismála

Málsnúmer 2013100162Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga til umræðu um nýjar reglur vegna afslátta á gjaldskrám leikskóla. Tillagan felur það í sér að sækja þurfi um alla afslætti af gjaldskrám og að afsláttarprósenta verði tekjutengd í tveimur þrepum. Sambærilegar reglur eru gildar í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ.

Skólanefnd samþykkir að fela leikskólafulltrúa að vinna áfram að málinu með hliðsjón af umræðum á fundinum.

2.Skólastefna - endurskoðun

Málsnúmer 2014010001Vakta málsnúmer

Núgildandi skólastefna Akureyrarbæjar var samþykkt árið 2005 með fororði um að hana skyldi endurskoða innan fimm ára. Síðan þá hafa lög um grunn- og leikskóla verið endurskoðuð og öllum skólastigum verið sett ný aðalnámskrá. Fyrir fundinum lá því tillaga um að ráðist verði í endurskoðun á skólastefnunni og því verki lokið á árinu 2014.

Skólanefnd samþykkir að fela fræðslustjóra að leita til Miðstöðvar skólaþróunar HA eftir samstarfi um verkefnið. Skólanefnd óskar eftir því að tillaga að verkáætlun verði lögð fyrir fund í febrúar 2014.

3.Viðurkenningar skólanefndar - endurskoðun

Málsnúmer 2014010003Vakta málsnúmer

Á fundinum var tekin fyrir tillaga að endurskoðun á viðmiðunarreglum um viðurkenningar skólanefndar.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

4.Skólaval 2014

Málsnúmer 2014010002Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að fyrirkomulagi skólavals í grunnskólum árið 2014.

Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til skólastjóra grunnskóla.

Fundi slitið - kl. 15:40.