Skólanefnd

4. fundur 16. febrúar 2015 kl. 13:30 - 15:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Skólastefna - endurskoðun

Málsnúmer 2014010001Vakta málsnúmer

Skólanefnd felur fræðslustjóra að halda áfram vinnu með undirbúning nýrrar skólastefnu.

2.Húsnæði leik- og grunnskóla Akureyrar

Málsnúmer 2015020086Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna með hugleiðingar um leikskólauppbyggingu.
Skólanefnd leggur til að skipaður verði starfshópur til að gera tillögur um framtíðarlausnir varðandi uppbyggingu á leik- og grunnskólahúsnæði.
Hópinn skipa:
Bjarki Ármann Oddsson,formaður skólanefndar
Preben Pétursson, nefndarmaður í skólanefnd
Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri
Fulltrúi Fasteigna Akureyrarbæjar

Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri, starfsmenn á skóladeild, verða starfsmenn hópsins.

3.Lög um Menntamálastofnun

Málsnúmer 2015020082Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar lög um Menntamálastofnun.

4.Lög um grunnskóla (kæruleiðir, einkaskólar og fl.)

Málsnúmer 2015020104Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar lög um grunnskóla (kæruleiðir, einkaskólar og fl.).

5.Námskeið fyrir skólanefndir

Málsnúmer 2015020081Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um námskeið fyrir skólanefndir á Norðurlandi eystra, sem haldið verður á Hótel Natur á Svalbarðsströnd 14. mars nk.

Fundi slitið - kl. 15:00.