Rekstrarfyrirkomulag hárgreiðslu- og fótaðgerðastofa hjá ÖA

Málsnúmer 2013090049

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1170. fundur - 11.09.2013

Lagt fram minnisblað um rekstrarfyrirkomulag þjónustunnar og forsendur mögulegs útboðs á þjónustu hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofa hjá ÖA og víðar í þjónustu við aldraða hjá Akureyrarbæ.

Félagsmálaráð samþykkir að unnið verði að gerð útboðslýsingar og útboðs á þjónustunni. Framkvæmdastjóra ÖA og forstöðumanni í Þjónustumiðstöðinni Víðilundi er falið að vinna áfram að málinu.

Félagsmálaráð - 1172. fundur - 09.10.2013

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu greindu frá vinnu við undirbúning útboðs á hár- og fótaaðgerðaþjónustu við Öldrunarheimilin og Þjónustumiðstöð í Víðilundi.
Lagt er til að útboðið feli í sér tvo þjónustustaði, Öldrunarheimili Akureyrar annars vegar og Þjónustumiðstöðina Víðilundi hins vegar. Rekstri hárgreiðslustofu verði hætt í Víðilundi og Bugðusíðu frá og með 1. febrúar 2014. Fótaaðgerðarstofa verði áfram starfsrækt í Víðilundi á grundvelli útboðs. Hár- og fótaaðgerðaþjónusta við Öldrunarheimili Akureyrar verður boðin út.

Félagsmálaráð samþykkir að vinna við útboð á þjónustunni verði á þessum forsendum.

Félagsmálaráð - 1174. fundur - 13.11.2013

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu lögðu fram til kynningar fundargerð frá opnun útboða vegna hár- og fótsnyrtiþjónustu. Jafnframt var lagður fram undirskiftarlisti með nöfnum 57 íbúa í Víðilundi 20 og 24 sem vilja hafa hárgreiðslustofuna í Þjónustumiðstöðinni Víðilundi áfram.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna. Varðandi undirskriftarlistann skal tekið fram að þar sem þörf er á húsnæðinu undir starfsemi dagþjónustu mun fyrri ákvörðun standa.

Velferðarráð - 1222. fundur - 20.01.2016

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar Halldór Guðmundsson greindi frá breytingum á leigutaka húsnæðis fyrir hárgreiðslustofu hjá ÖA. Amber hárstofa sagði upp samningi frá 31. desember 2015 og í framhaldi leitaði Hafdís Ármann Þorvaldsdóttir þáverandi starfsmaður Amber, eftir að taka við/ganga inn í leigusamninginn og halda áfram rekstri undir vöruverkinu 'hárstúdíó Hafdísar'.

Samningurinn sem fyrir liggur gerir ráð fyrir að fyrri leigusamningur standi óbreyttur að öðru leyti en að samningstími lengist til 31. desember 2018.
Velferðarráð gerir ekki athugasemdir við breytingarnar og þakkar kynninguna.