Skólanefnd

13. fundur 26. ágúst 2013 kl. 14:00 - 15:58 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Áslaug Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum - endurskoðun

Málsnúmer 2013080186Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar endurskoðaðar "Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum". Endurskoðun reglnanna kom í kjölfar samþykktar á samningi milli dagforeldra og Akureyrarkaupstaðar.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2013080061Vakta málsnúmer

Á fundinum var rætt um forsendur og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2014. Lögð var fram útgönguspá fyrir árið 2013 og hugsanleg útfærsla á áætlun fyrir árið 2014 með tilliti til þess ramma sem bæjarráð hefur samþykkt fyrir málaflokkinn.

Skólanefnd telur að sá fjárhagsrammi sem bæjarráð hefur gert tillögu um til reksturs málaflokksins muni nægja miðað við óbreyttar forsendur.

3.Aðstaða til íþróttakennslu í grunnskólum Akureyrar

Málsnúmer 2013080167Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar B.Ed.-lokaverkefni Jóhannesar G. Bjarnasonar frá kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2013 varðandi aðstöðu til íþróttakennslu í grunnskólum Akureyrar.
Jóhannes G. Bjarnason mætti á fundinn undir þessum lið.

Skólanefnd þakkar Jóhannesi G. Bjarnasyni fyrir kynninguna.

4.Langtímaáætlun - fræðslumál

Málsnúmer 2013020252Vakta málsnúmer

Á fundinum voru umræður um og unnið að gerð langtímaáætlunar fræðslumála 2013-2022.

Fundi slitið - kl. 15:58.