Íþróttaráð

148. fundur 27. mars 2014 kl. 14:00 - 15:37 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Páll Jóhannesson
  • Dýrleif Skjóldal áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá málið Skautahöllin Akureyri - viðhald tækja og búnaðar, sem verði 4. liður á dagskrá og málið Framhaldsskólanemar - frítt í sund í verkfalli, sem verði 5. liður á dagskrá og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

1.Heimsóknir íþróttafélaga til íþróttaráðs

Málsnúmer 2013040060Vakta málsnúmer

Ómar Kristinsson ritari stjórnar Sundfélagsins Óðins mætti á fund íþróttaráðs og kynnti starfsemi og verkefni félagsins.

Íþróttaráð þakkar Ómari fyrir komuna á fund ráðsins.

Dýrleif Skjóldal V-lista vék af fundi kl. 14:39.

2.Landsmót skáta að Hömrum 20.- 27. júlí 2014

Málsnúmer 2013070062Vakta málsnúmer

Erindi dags. 19. nóvember 2013 frá mótsstjóra Landsmóts skáta 2014 og viðburðastjóra BÍS þar sem óskað er eftir ívilnun um frían aðgang að aðstöðu á vegum Akureyrarbæjar vegna Landsmóts skáta 2014 sem haldið verður að Hömrum við Akureyri. Óskað er eftir aðgangi m.a. að Sundlaug Akureyrar, Skautahöllinni og svellinu, fimleikaaðstöðunni í Giljaskóla og hjólabrettasvæðinu við Háskólann á Akureyri.

Íþróttaráð getur ekki veitt aðgang að fimleikaaðstöðunni í Giljaskóla, Skautahöllinni og svellinu vegna framkvæmda og viðhalds í mannvirkjunum.

Íþróttaráð samþykkir að veita aðgang að hjólabrettasvæðinu við Háskólann á Akureyri í nánara samstarfi við forstöðumann íþróttamála.

Íþróttaráð getur ekki orðið við ósk um frían aðgang að Sundlaug Akureyrar, en vísar á forstöðumann Sundlaugar Akureyrar vegna tilboða fyrir hópa.

3.Frjálsíþróttasamband Íslands - beiðni um stuðning við kaup á rafmagnstímatökutækjum ofl.

Málsnúmer 2013060115Vakta málsnúmer

Erindi dags. 13. mars 2014 frá Ungmennafélagi Akureyrar þar sem ítrekuð er beiðni Frjálsíþróttasambands Íslands og UFA með stuðningi félaga FRÍ, um þátttöku Akureyrarbæjar í kaupum á búnaði til tvöföldunar tímatöku fyrir keppni í Meistaramótum Íslands í frjálsíþróttum. Ungmennafélag Akureyrar óskar eftir að Akureyrarbær taki þátt í kostnaði skv. tillögu FRÍ. Erindið var áður á dagskrá íþróttaráðs 20. júní 2013.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2014. Íþróttaráð styður við íþróttafélög og einstaklinga í bæjarfélaginu.

Íþróttaráð leggur til að umræddur búnaður verði í eigu sérsambandsins.

4.Skautahöllin Akureyri - viðhald tækja og búnaðar.

Málsnúmer 2014030301Vakta málsnúmer

Kynning á nauðsynlegri viðhaldsvinnu sem er þörf á á íshefli Skautahallarinnar sem er bilaður.

Íþróttaráð óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar sinni nauðsynlegu viðhaldi á íshefli Skautahallarinnar.

5.Framhaldsskólanemar - frítt í sund í verkfalli

Málsnúmer 2014030304Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 27. mars 2014 gerði bæjarráð eftirfarandi bókun:
Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Bæjarráð samþykkir að veita framhaldsskólanemum bæjarins frítt í sund á meðan á verkfalli stendur, enda framvísi þeir skólaskírteinum.
Mikilvægt er að hvetja nemendur til virkni á meðan á verkfalli stendur og þetta er viðleitni Akureyrarbæjar til að gera þeim það kleift.
Bæjarráð samþykkir framlagða bókun.

Íþróttaráð fagnar ákvörðun bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:37.