Hafnarstræti - stöðuleyfi fyrir sölu- og veitingaskúr

Málsnúmer 2013060005

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 446. fundur - 06.06.2013

Erindi dagsett 3. júní 2013 þar sem Birgir Freyr Sumarliðason f.h. Ares, kt. 470612-0530, sækir um leyfi fyrir sölu- og veitingaskúr við Hafnarstræti 103.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2013.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 485. fundur - 20.03.2014

Erindi dagsett 3. júní 2013 þar sem Birgir Freyr Sumarliðason f.h. Ares, kt. 470612-0530, sækir um leyfi fyrir sölu- og veitingaskúr við Hafnarstræti 103.
Skipulagsstjóri samþykkti stöðuleyfi til 31. desember 2013.
Þann 19. febrúar sl. sendi embættið út bréf þar sem bent var á að sækja þurfi um endurnýjun á stöðuleyfinu eða fjarlægja skúrinn að öðrum kosti innan 10 daga.

Þar sem ekki hefur verið brugðist við ofangreindu bréfi frá 19. febrúar sl. fer staðgengill skipulagsstjóra fram á að skúrinn verði fjarlægður eigi síðar en 1. apríl 2014, að öðrum kosti verður hann fjarlæður á kostnað eigenda.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 486. fundur - 27.03.2014

Erindi dagsett 25. mars 2014 þar sem Birgir Freyr Sumarliðason f.h. Ares ehf., kt. 470612-0530, sækir um stöðuleyfi fyrir sölu- og veitingaskúr í Skátagili norðan Hafnarstrætis 101. Meðfylgjandi er teikning.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir söluskúrnum til eins árs.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 539. fundur - 07.05.2015

Erindi frá mars 2014 þar sem Birgir Freyr Sumarliðason f.h. Ares ehf., kt. 470612-0530, sótti um stöðuleyfi fyrir sölu- og veitingaskúr í Skátagili norðan Hafnarstrætis 101.

Erindið var samþykkt til eins árs og nú er búið að senda út ítrekun fyrir stöðuleyfinu sem hefur ekki verið svarað.
Skipulagsstjóri fer fram á að skúrinn verði fjarlægður.

Gefin er 7 daga frestur frá dagsetningu þessa bréfs til að fjarlægja skúrinn.