Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

446. fundur 06. júní 2013 kl. 13:00 - 14:05 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Eyrarlandsvegur 30 - Lystigarður - Kaffi Björk

Málsnúmer 2011090152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til breytinga utanhúss á kaffihúsinu í Lystigarðinum að Eyrarlandsvegi 30. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Krossanes 4 - umsókn um vatnsmiðlunartank og dæluhús

Málsnúmer 2012020172Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2013 þar sem Björgvin Smári Jónsson f.h. Becromal Properties ehf., kt. 660707-0850, sækir um leyfi til að bárujárnsklæða og setja upp stiga á tank við verksmiðju Becromal, Krossanesi 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Ráðhústorg 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013050161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2013 þar sem Emil Helgi Lárusson f.h. Serrano Íslands ehf., kt. 411002-2840, sækir um breytingar innanhúss í Ráðhústorgi 7.
Innkomnar teikningar 31. maí 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Hafnarstræti - stöðuleyfi fyrir sölu- og veitingaskúr

Málsnúmer 2013060005Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2013 þar sem Birgir Freyr Sumarliðason f.h. Ares, kt. 470612-0530, sækir um leyfi fyrir sölu- og veitingaskúr við Hafnarstræti 103.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2013.

5.Viðjulundur 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013040216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Rauða krossins á Akureyri, kt. 620780-3169, sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar og breytinga á húsinu Viðjulundi 2. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 31. maí 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Surtlugata 8 - umsókn um viðbyggingu

Málsnúmer 2012110046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2012 þar sem Þorbjörn Guðrúnarson sækir um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á Surtlugötu 8. Meðfylgjandi er afstöðumynd. Innkomnar teikningar 4. júní 2013.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.KA svæði við Dalsbraut - gervigrasvöllur

Málsnúmer 2013010097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. janúar 2013 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til að gera gervigrasvöll á KA svæðinu við Dalsbraut og að reisa pall sunnan íþróttahúss. Innkomnar teikningar 23. maí 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Glerárgata 36 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013050056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2013 þar sem Bjarni Hafþór Helgason f.h. Fasteignafélagsins Klappa ehf., kt. 670505-2350, sækir um leyfi til breytinga innanhúss á Glerárgötu 36. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Innkomnar teikningar 4. júní 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Fjölnisgata 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013050188Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2013 þar sem Gunnar Björn Þórhallsson f.h. Bjarkarness ehf., kt. 671107-0710, sækir um byggingarleyfi í bili B og viðbyggingu við bil C við Fjölnisgötu 6. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu erindisins þar til deiliskipulag fyrir svæðið hefur tekið gildi.

10.Krossanes 4 - umsókn um bráðabirgðaskemmu

Málsnúmer BN100141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júní 2013 frá Antoni Brynjarssyni þar sem hann f.h. Becromal propeties, kt. 660707-0850, sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaskemmu vegna byggingarframkvæmda á lóðinni.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

Fundi slitið - kl. 14:05.