Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

485. fundur 20. mars 2014 kl. 13:00 - 14:10 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Brekatún 2 - byggingarleyfi, í gildi

Málsnúmer BN060274Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 14. mars 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS-Byggis, kt. 620687-2519, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af Brekatúni 2.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Goðanes 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2014 þar sem Kári Magnússon f.h. Streymis heildverslunar ehf., kt. 600904-2480, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innandyra í eignahluta 0103 í húsi nr. 4 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Hafnarstræti - stöðuleyfi fyrir sölu- og veitingaskúr

Málsnúmer 2013060005Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2013 þar sem Birgir Freyr Sumarliðason f.h. Ares, kt. 470612-0530, sækir um leyfi fyrir sölu- og veitingaskúr við Hafnarstræti 103.
Skipulagsstjóri samþykkti stöðuleyfi til 31. desember 2013.
Þann 19. febrúar sl. sendi embættið út bréf þar sem bent var á að sækja þurfi um endurnýjun á stöðuleyfinu eða fjarlægja skúrinn að öðrum kosti innan 10 daga.

Þar sem ekki hefur verið brugðist við ofangreindu bréfi frá 19. febrúar sl. fer staðgengill skipulagsstjóra fram á að skúrinn verði fjarlægður eigi síðar en 1. apríl 2014, að öðrum kosti verður hann fjarlæður á kostnað eigenda.

4.Hafnarstræti 108 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013060238Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2013 þar sem Þuríður Þórðardóttir f.h. Benediktu ehf., kt. 640912-0220, sækir um breytta notkun á 2., 3. og 4. hæð í Hafnarstræti 108 úr skrifstofuhúsnæði í gistiskála. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnlaug Björn Jónsson. Innkomnar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 18. júní 2013 og eldvarnareftirlits 25. júní 2013.
Jafnframt er óskað eftir að gefin verði jákvæð umsögn til bráðabirgða til sýslumanns um rekstur gistiskálans. Meðfylgjandi er tímasett framkvæmdaáætlun nauðsynlegra lagfæringa á húsnæðinu.
Innkomnar teikningar 17. mars 2014.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Langahlíð 18 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2014020138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. febrúar 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Sigurðar Bárðarsonar og Álfhildar Óladóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 18 við Lönguhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.
Innkomnar teikningar og gátlisti 14. mars 2014.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Laufásgata 11 - umsókn um stöðuleyfi fyrir timburhúsi í smíðum

Málsnúmer 2014030114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2014 þar sem Bragi Sigurðsson f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, kt. 510391-2259, sækir um stöðuleyfi fyrir timburhús í smíðum á lóð nr. 11 við Laufásgötu. Meðfylgjandi eru teikningar.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Melateigur 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskála

Málsnúmer 2014030113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2014 þar sem Valbjörn Æ. Vilhjálmsson f.h. Guðmundar Þórhallssonar sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála við hús nr. 11 við Melateig. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Æ. Vilhjálmsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Óseyri 2 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gámum

Málsnúmer 2014020225Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2014 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Finns ehf., kt. 470403-2680, sækir um stöðuleyfi fyrir fjóra gáma á lóð nr. 2 við Óseyri. Meðfylgjandi er teikning.
Innkomið samþykki meðeigenda og upplýsingar um notkun 14. mars 2014.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir stöðuleyfi fyrir fjórum gámum.

9.Skipagata 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð

Málsnúmer 2014010186Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2014 þar sem Haraldur Árnason f.h. Gistingar Akureyri ehf., kt. 710713-1110, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Skipagötu 6. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:10.