Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

486. fundur 27. mars 2014 kl. 13:00 - 14:05 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
  • Ólafur Jakobsson
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Gleráreyrar 3 (Dalsbraut 1 L-M) - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2013100248Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Línhússins ehf., kt. 450195-2009, og BKF ehf., kt. 590813-0790, sækir um breytingar á húsi nr. 1, hluta L-M, við Dalsbraut. Meðfylgjandi er teikning eftir Tryggva Tryggvason.
Innkomnar teikningar 13. febrúar 2014.
Innkomið samþykki hluta meðeigenda og samþykki lóðarhafa Gleráreyra 1 fyrir hurð á suðurhlið 17. mars 2014.

Samkvæmt bókun dagsettri 13. mars sl. var veittur frestur til 23. mars 2014 til að skila inn fullnægjandi gögnum. Þau hafa ekki öll borist. Að auki var tilkynnt um að beitt yrði heimild í 55. og 56. gr. mannvirkjalaga ef ekki yrði staðið við frest um skil á gögnum. Því er hér með tilkynnt að lagðar verða á dagsektir frá og með 7. apríl n.k. ef umbeðin gögn hafa ekki borist fyrir þann tíma.

2.Lyngholt 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2014010301Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2014 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Sigurðar Sigþórssonar og Pálínu Austfjörð sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús nr. 7 við Lyngholt. Meðfylgjandi eru gátlisti, tilkynning um hönnunarstjóra og teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Innkomnar teikningar 19. mars 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Óseyri 18 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 2014020050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2014 þar sem Trausti Adamsson sækir um stöðuleyfi fyrir gáma á lóð nr. 18 við Óseyri, norðurhluta. Meðfylgjandi er teikning og eignaskiptalýsing. 17. mars 2014. Innkomnar upplýsingar um notkun gámanna.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir tveimur 20 ft. gámum til eins árs.

4.Óseyri 22 - Gámar, aðrir lausamunir og umgengni á lóðum.

Málsnúmer 2013110159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. mars 2014 þar sem Davíð Þ. Kristjánsson f.h. Hnýfils ehf., kt. 541295-2169, sækir um stöðuleyfi fyrir þrjá gáma á lóðinni nr. 22 við Óseyri. Um er að ræða einn 20 ft frystigám og tvo 20 ft gáma til geymslu á taði, sem notað er til reykingar, og taðkvörnum.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir þremur 20 ft. gámum til eins árs.

5.Þingvallastræti 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2014030002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Þorps ehf., kt. 420206-2080, sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús nr. 10 við Þingvallastræti. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar 20. mars 2014.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Hafnarstræti - stöðuleyfi fyrir sölu- og veitingaskúr

Málsnúmer 2013060005Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. mars 2014 þar sem Birgir Freyr Sumarliðason f.h. Ares ehf., kt. 470612-0530, sækir um stöðuleyfi fyrir sölu- og veitingaskúr í Skátagili norðan Hafnarstrætis 101. Meðfylgjandi er teikning.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir söluskúrnum til eins árs.

Fundi slitið - kl. 14:05.