Steinnes - beiðni um áframhaldandi leigu á húsinu

Málsnúmer 2013050311

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 226. fundur - 07.06.2013

Lögð fram beiðni frá Níelsi Karlssyni ábúanda í Steinnesi um að framlengja leigusamninginn um 3 ár.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir umsögn íþróttaráðs um málið.

Íþróttaráð - 134. fundur - 20.06.2013

Á fundi sínum þann 7. júní 2013 gerði stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar eftirfarandi bókun:
Lögð fram beiðni frá Níelsi Karlssyni ábúanda í Steinnesi um að framlengja leigusamninginn um 3 ár.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir umsögn íþróttaráðs um málið.

Íþróttaráð frestar erindinu.

Íþróttaráð - 137. fundur - 05.09.2013

Tekið fyrir að nýju erindi frá stjórn Fasteiga Akureyrarbæjar sem á fundi sínum þann 7. júní 2013 gerði eftirfarandi bókun:
Lögð fram beiðni frá Níelsi Karlssyni ábúanda í Steinnesi um að framlengja leigusamninginn um 3 ár.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir umsögn íþróttaráðs um málið.

Íþróttaráð gerir engar athugasemdir við framlengingu á leigusamningi vegna Steinness.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 230. fundur - 24.09.2013

Lögð fram beiðni frá Níelsi Karlssyni ábúanda í Steinnesi um að framlengja leigusamninginn um 3 ár.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að fara í samningaviðræður við leigutaka um áframhaldandi leigu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 231. fundur - 04.10.2013

Tekið fyrir að nýju, var áður á dagskrá stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 7. júní 2013.
Lögð fram drög dags. 2. október 2013 að húsaleigusamningi við Níels Karlsson.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir drögin.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 281. fundur - 30.05.2016

Lögð fram beiðni núverandi leigutaka um að leigusamningurinn verði framlengdur um eitt ár.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til íþróttaráðs.

Íþróttaráð - 193. fundur - 02.06.2016

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum þann 30. maí 2016:

Lögð fram beiðni núverandi leigutaka um að leigusamningurinn verði framlengdur um eitt ár.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til íþróttaráðs.
Íþróttaráð samþykkir erindið og óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar gangi frá samningi um leigu og kjör.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 282. fundur - 29.06.2016

Lögð fram beiðni núverandi leigutaka um að leigusamningurinn verði framlengdur um eitt ár og beiðni íþróttaráðs um samningagerðina.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að ganga frá framlengingu á leigusamningnum miðað við umræður á fundinum.