Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

281. fundur 30. maí 2016 kl. 15:00 - 16:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti í forföllum Þorsteins Hlyns Jónssonar.
Hermann Ingi Arason V-lista mætti ekki á fundinn og ekki varamaður í hans stað.

1.Hlíð - viðhald 2016

Málsnúmer 2016020230Vakta málsnúmer

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri viðhalds og endurbóta hjá FA kynnti viðhaldsþörf í Víði- og Furuhlíð.

2.Stöðuskýrslur FA 2016

Málsnúmer 2016040037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 3 fyrir stjórn FA dagsett 31. maí 2016.

3.Fasteignir Akureyrarbæjar - ráðning starfsmanns 2016

Málsnúmer 2016050141Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. maí 2016 vegna beiðnar um ráðningu starfsmanns í eftirlit hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að auglýst verði tímabundið starf hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.

4.Boginn - endurnýjun á gervigrasi

Málsnúmer 2015120126Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir að nýju 2. dagskrárliður 279. fundar stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar frá 20. maí 2016:

Farið yfir tilboð sem bárust í endurnýjun á gervigrasi í Boganum.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til viðræðna við Polytan.

5.Lundarskóli - óskir um breytingar á B-gangi vegna fatlaðs nemanda sem hefur nám haustið 2016

Málsnúmer 2016050250Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. maí 2016 með kostnaðarmati vegna umbeðinna framkvæmda.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til skólanefndar.

6.Síðuskóli - beiðni um uppsetningu felliveggja á D-gangi skólans

Málsnúmer 2016050251Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. maí 2016 með kostnaðarmati vegna umbeðinna framkvæmda.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til skólanefndar.

7.Giljaskóli - beiðni um uppsetningu 6 felliveggja og endurbætur á loftaplötum í 5 kennslustofum í norðurálmu skólans

Málsnúmer 2016050252Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. maí 2016 með kostnaðarmati vegna umbeðinna framkvæmda.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til skólanefndar.

8.Steinnes - húsaleigusamningur 2014-2017

Málsnúmer 2013050311Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni núverandi leigutaka um að leigusamningurinn verði framlengdur um eitt ár.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til íþróttaráðs.

Fundi slitið - kl. 16:30.