Verklagsreglur veitustofnana

Málsnúmer 2013050097

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 268. fundur - 17.05.2013

Lagðar fram tillögur að nýjum verklagsreglum fyrir veitustofnanir sem starfa hér á Akureyri.

Framkvæmdaráð samþykkir verklagsreglunar og boðar veitustofnanir sem starfa í sveitarfélaginu á fund hjá framkvæmdaráði næstkomandi þriðjudag kl. 10:00.

Framkvæmdaráð - 269. fundur - 21.05.2013

Forsvarsmenn veitustofnana sem starfa á Akureyri mættu á fundinn til að fara yfir nýjar verklagsreglur við yfirborðsfrágang.
F.h. Mílu ehf mættu Sigurjón Jóhannesson og Andrea Þorvaldsdóttir, f.h. Norðurorku hf V. Ingi Hauksson, f.h. Tengis hf Ásmundur Guðjónsson og Gunnar Björn Þórhallsson.
Einnig mættu Jónas Valdimarsson frá framkvæmdadeild Akureyrarbæjar og Gunnþór Hákonarsson og Jón S Hansen frá Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar.

Framkvæmdaráð þakkar forsvarsmönnum veitustofnanna fyrir komuna á fundinn.

Framkvæmdaráð - 275. fundur - 01.11.2013

Áður á dagskrá 17. maí sl.
Njáll Trausti Friðbertsson D- lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Ég legg til að framkvæmdarráð samþykki breytingar á 1. lið í þeim verklagsreglum sem voru samþykktar í framkvæmdaráði 17. maí sl. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt malbik komi frá Malbikunarstöð Akureyrarbæjar (MA). Í stað þess komi eftirfarandi orðalag: ... frá viðurkenndum aðilum og standist þær kröfur og staðla sem sveitarfélagið fer fram á.
Núverandi orðalag:
"Malbik: Það malbik sem þarf að nota til að ganga frá yfirborði kemur frá Malbikunarstöð Akureyrarbæjar (MA.)"
Eftir breytingu hljómar það með eftirfarandi hætti:
"Malbik: Það malbik sem þarf að nota til að ganga frá yfirborði kemur frá viðurkenndum aðilum og standist þær kröfur og staðla sem sveitarfélagið fer fram á."

Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjartæknifræðingi og forstöðumanni gatna, fráveitu- og hreinlætismála að vinna að málinu.

Framkvæmdaráð - 286. fundur - 23.05.2014

Nýjar tillögur að verklagsreglum Akureyrarbæjar vegna yfirborðsfrágangs í bæjarlandinu lagðar fram.

Framkvæmdaráð samþykkir samhljóða verklagsreglur Akureyrarbæjar vegna yfirborðsfrágangs í bæjarlandinu, útgáfa 1.1., dags. 22. maí 2014.