Framkvæmdaráð

268. fundur 17. maí 2013 kl. 09:13 - 10:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Sigríður María Hammer
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Sigfús Arnar Karlsson
 • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
 • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
 • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
 • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá
Bjarni Sigurðsson A-lista sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi fyrir Önnu Hildi Guðmundsdóttur.

1.Borgarbraut frá Merkigili að Bröttusíðu - nýframkvæmd 2013

Málsnúmer 2013030123Vakta málsnúmer

Fimmtudaginn 16. maí 2013 kl. 13:00 voru opnuð tilboð vegna verksins Borgarbraut - gatnagerð og lagnir 2013.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa verið yfirfarin:

G.Hjálmarsson hf - kr. 29.200.000 - 96,6%
G.V. Gröfur ehf - kr. 25.522.200 - 84,4%
Ísrefur ehf - kr. 43.803.500 - 144,9%
Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 30.230.500.

Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda G.V.Gröfur ehf.

2.Verklagsreglur veitustofnana

Málsnúmer 2013050097Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að nýjum verklagsreglum fyrir veitustofnanir sem starfa hér á Akureyri.

Framkvæmdaráð samþykkir verklagsreglunar og boðar veitustofnanir sem starfa í sveitarfélaginu á fund hjá framkvæmdaráði næstkomandi þriðjudag kl. 10:00.

3.Fráveita - upplýsingar um stöðu

Málsnúmer 2013040085Vakta málsnúmer

Kynntar voru niðurstöður frá þessu ári á mælingum á saurkólimengun við strandlengju Akureyrar.

4.Gatnalýsing - samningur við Norðurorku hf

Málsnúmer 2013030235Vakta málsnúmer

Kynnt voru endanleg drög að samningi við Norðurorku hf vegna gatnalýsingar á Akureyri.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu sinnar í Norðurorku hf. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir framkvæmdaráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.

5.Önnur mál í framkvæmdaráði 2013

Málsnúmer 2013010146Vakta málsnúmer

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskaði eftir kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdum við svæði Siglingaklúbbsins Nökkva og hvernig eigi að standa að fjármögnun verkefnins.

Fundi slitið - kl. 10:25.