Framkvæmd reglugerðar nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga í leik- og grunnskólum

Málsnúmer 2013040005

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 16. fundur - 30.09.2013

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 24. september 2013 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem eftirfarandi kemur fram:
Í mars 2013 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Capacent Gallup ehf að gera könnun meðal sveitarstjórna um fyrirkomulag og framkvæmd reglugerðar nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Könnunin var liður í þriggja ára áætlun ráðuneytisins um úttektir og kannanir í leik- og grunnskólum á tímabilinu 2013-2015 en einnig hluti af lögboðnu eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins skv. 4. og 38. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og 3. og 20. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla. Þrátt fyrir endurteknar ítrekanir af hálfu bæði Capacent Gallup og ráðuneytisins svöruðu einungis 59 sveitarfélög af 74 umræddri könnun. Niðurstöður könnunar liggja fyrir og fylgja hér með í viðhengi. Þær verða birtar á vef ráðuneytisins.

Skólanefnd - 16. fundur - 30.09.2013

Lagt fram til kynningar erindi dags. 10. september 2013 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, þar sem tilkynnt er um úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum. Akureyrarbær er eitt þessara sex sveitarfélaga og kemur fram í erindinu að þessi úttekt hafi verið ákveðin í kjölfar niðurstaðna könnunar sem ráðuneytið fól Capacent Gallup ehf að gera vorið 2013 og hafa verið kynntar í skólanefnd.

Skólanefnd - 14. fundur - 15.09.2014

Fyrir fundinn var lögð skýrsla, sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið, með niðurstöðum úttektar á sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum, þar á meðal Akureyrarbæ. Þá var lögð fram tillaga að tímasettri áætlun um hvernig brugðist verður við þeim tillögum og ábendingum sem fram koma í skýrslunni.

Skólanefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til frekari vinnu við gerð starfsáætlunar 2015.

Félagsmálaráð - 1191. fundur - 17.09.2014

Lögð fram til kynningar skýrsla, sem unnin var fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið, með niðurstöðum úttektar á sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum, þar á meðal Akureyrarbæ. Einnig er lögð fram tillaga að tímasettri áætlun um hvernig brugðist verður við þeim tillögum og ábendingum sem fram koma í skýrslunni.

Félagsmálaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til frekari vinnu við gerð starfsáætlunar 2015.

Skólanefnd - 19. fundur - 05.10.2015

Úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum. Unnið fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið í desember 2013. Áætlun frá Akureyrarbæ vegna tillagna um aðgerðir til úrbóta. Staða í september 2015.
Lagt fram til kynningar. Erindi ráðuneytisins um stöðuna í september 2015 hefur verið svarað.

Velferðarráð - 1217. fundur - 21.10.2015

Lögð fram úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum dagsett 23. september 2015. Unnið fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið í desember 2013. Áætlun frá Akureyrarbæ vegna tillagna um aðgerðir til úrbóta.