Skólanefnd

14. fundur 15. september 2014 kl. 14:00 - 17:06 Oddeyrarskóli
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Tímaúthlutun til kennslu 2014-2015

Málsnúmer 2014030100Vakta málsnúmer

Lagt var fram minnisblað og yfirlit yfir stöðuna á úthlutun kennslustunda til kennslu í grunnskólunum dagsett 7. september 2014. Nokkur breyting hefur orðið frá því skólanefnd samþykkti úthlutun kennslustunda á fundi sínum þann 17. mars sl., vegna barna með mikla sérkennsluþörf sem flutt hafa í bæinn og vegna óvenjumikils tilflutnings á nemendum milli grunnskóla í sumar og haust.

Skólanefnd samþykkir að vísa afgreiðslu til umræðu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðarauka sem verður til í kjölfar kjarasamninga sem eiga eftir að koma fram.

2.Mötuneyti leik- og grunnskóla

Málsnúmer 2014050004Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar endurskoðað uppgjör á rekstri mötuneyta leikskóla.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - skólanefnd

Málsnúmer 2014070179Vakta málsnúmer

Lögð voru fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2015 fyrir málaflokkinn. Þá voru forsendur og vinnulag kynnt.

4.Innritun í leikskóla 2014

Málsnúmer 2014010053Vakta málsnúmer

Til kynningar var lögð fram samantekt á innritun barna í leikskóla Akureyrarbæjar vorið og sumarið 2014.

5.Framkvæmd reglugerðar nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga í leik- og grunnskólum

Málsnúmer 2013040005Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð skýrsla, sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið, með niðurstöðum úttektar á sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum, þar á meðal Akureyrarbæ. Þá var lögð fram tillaga að tímasettri áætlun um hvernig brugðist verður við þeim tillögum og ábendingum sem fram koma í skýrslunni.

Skólanefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til frekari vinnu við gerð starfsáætlunar 2015.

6.Fundaáætlun skólanefndar 2014

Málsnúmer 2013120095Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð ný tillaga að fundaáætlun skólanefndar fyrir seinni hluta ársins 2014. Ný tillaga gerir ráð fyrir því að fundir skólanefndar verði að jafnaði 2. og 4. mánudag í hverjum mánuði í stað 1. og 3. mánudag.

Skólanefnd samþykkir tillöguna.

7.Heimsóknir í skóla

Málsnúmer 2014080063Vakta málsnúmer

Skólanefnd heimsótti leikskólann Iðavöll og Oddeyrarskóla.
Gengið var um húsnæði skólanna og starfsemin kynnt. Um kynninguna sáu skólastjórar skólanna Kristlaug Svavarsdóttir á Iðavelli og Kristín Jóhannesdóttir í Oddeyrarskóla.

Skólanefnd þakkar Kristlaugu og Krístínu kærlega fyrir góða og forvitnilega kynningu.

Fundi slitið - kl. 17:06.