Golfklúbbur Akureyrar - ósk um styrk vegna vetrarskaða á svæði klúbbsins

Málsnúmer 2013020215

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 127. fundur - 07.03.2013

Erindi dags. 15. febrúar 2013 frá Höllu S. Svavarsdóttur framkvæmdastjóra GA um styrk vegna björgunaraðgerða vegna vetrarskaða hjá Golfklúbbi Akureyrar.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í slíkar styrkveitingar í fjárhagsáætlun ársins 2013.

Bæjarráð - 3357. fundur - 14.03.2013

Erindi dags. 11. mars 2013 frá framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna vetrarskaða á svæði klúbbsins.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.