Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga - tengsl við atvinnuleysisbætur

Málsnúmer 2012100099

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3336. fundur - 18.10.2012

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 9. október 2012 frá Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar og Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra vegna eftirfarandi fyrirspurnar Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista í bæjarráði 4. október sl., 12. lið a):
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista óskaði eftirfarandi bókunar:
Í framhaldi af umræðum á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um tengsl fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga og fyrirhugaðra breytinga á reglugerð um atvinnuleysisbætur, þar sem gert er ráð fyrir að hámarkslengd atvinnuleysisbóta verði færð niður í þrjú ár, óska ég eftir að gerð verði úttekt á hvaða áhrif fyrirhuguð breyting kemur til með að hafa á fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar.

 

Félagsmálaráð - 1152. fundur - 24.10.2012

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar gerði grein fyrir tengslum atvinnuleysisbóta og fjárhagsaðstoðar. Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur og Dans J. Brynjarssonar fjármálastjóra dags. 9. október 2012.