Félagsmálaráð

1152. fundur 24. október 2012 kl. 14:00 - 15:50 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • María Hólmfríður Marinósdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð 2012

Málsnúmer 2012010021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu níu mánuði ársins.

2.Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga - tengsl við atvinnuleysisbætur

Málsnúmer 2012100099Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar gerði grein fyrir tengslum atvinnuleysisbóta og fjárhagsaðstoðar. Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur og Dans J. Brynjarssonar fjármálastjóra dags. 9. október 2012.

3.SÁÁ - styrkbeiðni vegna reksturs göngudeildar 2012

Málsnúmer 2011100092Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram drög að samstarfssamningi á milli Akureyrarbæjar og SÁÁ.

Málinu er frestað.

4.Starfsáætlun félagsmálaráðs 2010-2014

Málsnúmer 2011010043Vakta málsnúmer

Verkefni í starfsáætlun félagsmálaráðs rædd og farið yfir aðgerðalista vegna þeirra.

Fundi slitið - kl. 15:50.