Velferðarráðuneytið - ósk um umsögn um reglur um búnaðarkaup vegna hjúkrunarheimila

Málsnúmer 2012050209

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 210. fundur - 08.06.2012

Lagðar fram til kynningar reglur Velferðarráðuneytisins um búnaðarkaup vegna hjúkrunarheimila.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 214. fundur - 05.10.2012

Lagt fram svar Velferðarráðuneytisins við bréfi dags. 18. júní 2012 þar sem Guðríður Friðriksdóttir fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar og Brit J. Bieltvedt fyrir hönd Öldrunarheimila Akureyrar óska eftir því að framlag ríkisins til búnaðarkaupa fyrir Lögmannshlíð verði hækkað úr 60% í 90% af fullri fjárveitingu, eða úr 1,2 mkr. í 1,7 mkr. á rými.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að fela framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar, bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar að fylgja málinu eftir.